Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2018 22:45 Brett Kavanaugh. AP/Win McNamee Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, mætti á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. Kavanaug virtist reiður í opnunarræðu sinni og brast nokkrum sinnum í grát og þurfti hann að gera hlé á ræðu sinni. Hann byrjaði mál sitt á að kenna þingmönnum Demókrataflokksins um bæði minnst þrjár ásakanir um kynferðisbrot og sömuleiðis um hótanir sem hafa beinst gegn honum og fjölskyldu hans. Kavanaugh sagði allt ferlið í tengslum tilnefningu hans vera smánarblett á Bandaríkjunum. Hann sagði ásakanirnar hafa gereyðilagt mannorð sitt og komið verulega niður á fjölskyldu hans. Kavanaugh sagðist þó ekki ætla að láta undan tilraunum Demókrata til að „taka hann niður“, eins og hann orðaði það. „Þið getið sigrað mig í atkvæðagreiðslunni, en þið munið aldrei fá mig til að hætta,“ sagði Kavanaugh.Erfitt að útskýra málið fyrir dætrunum Hann sagði einnig að ferlið hefði líklegast komið í veg fyrir að hann gæti snúið sér aftur af því sem hann elskaði að gera, eins og að kenna og að þjálfa körfuboltalið ungra stúlkna. Heimildarmenn fjölmiðla innan Hvíta hússins segja Trump vera hæstánægðan með vörn Kavanaugh. Forsetinn staðfesti þá skoðun sína svo á Twitter. Hann sagði vitnisburð Kavanaugh vera „kraftmikinn, heiðarlegan og grípandi“. Þá sagði hann hegðun Demókrata vera skammarlega og allt ferlið hafi verið uppgerð.Judge Kavanaugh showed America exactly why I nominated him. His testimony was powerful, honest, and riveting. Democrats’ search and destroy strategy is disgraceful and this process has been a total sham and effort to delay, obstruct, and resist. The Senate must vote! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2018 Kavanaugh fór yfir feril sinn og benti á að ásakanir eins og þær sem beinast að honum núna hefðu aldrei komið upp áður. Þá rifjaði hann upp að hann hefði ráðið margar konur í gegnum tíðina og taldi upp nöfn nokkra vinkvenna sinna. „Að útskýra þetta fyrir dætrum okkar hefur líklegast verið erfiðasta lífsreynsla okkar,“ sagði Kavanaugh. „Hlustið á fólkið sem ég þekki. Hlustið á fólkið sem hefur þekkt mig allt mitt líf. Hlustið á fólkið sem ég ólst upp með og vann með og lék með og þjálfaði með og átti í sambandi við og fór á leiki með og drakk bjóra með. Og hlustið á vitnin sem eiga að hafa verið þarna fyrir 30 árum.“ Kavanaugh vísaði ítrekað til fjögurra vitna sem Christine Blasey Ford segir að hafi verið í samkvæmi þar sem Kavanaugh á að hafa reynt að nauðga henni. Hann sagði þau öll hafa haldið því fram að atvikið hefði ekki átt sér stað. Það er hins vegar ekki alveg rétt. Þau hafa annað hvort sagt að þau hafi ekki verið í samkvæminu eða þau hafi ekki verið vitni að því að Kavanaugh hafi hegðað sér eins og Ford heldur fram. Eitt af þessum fjórum vitnum er vinkona Ford og Kavanaugh vitnaði oft í hana og sagði hana hafa sagt að árásin hefði ekki átt sér stað. Hún sagðist hins vegar ekki muna eftir þessu kvöldi, en hún sagðist einnig trúa Ford.Reiði í salnum Þegar Kavanaugh var spurður hvort hann myndi styðja það að Alríkislögregla Bandaríkjanna myndi rannsaka ásakanirnar, neitaði hann að svara með beinum hætti. Hann sagðist vera tilbúinn til að gera það sem nefndin ákvæði. Demókratar nefndarinnar nefndu ítrekað möguleikann á því að fá FBI til að rannsaka málið. Repúblikanar höfðu ráðið saksóknarann Rachel Mitchell til að spyrja Ford og Kavanaugh spurninga en þeir virðast hafa hætt við það. Í kjölfarið á spurningunni varðandi mögulega rannsókn FBI varð Lindsay Graham, þingmaður Repúblikanaflokksins, mjög reiður og sagði að Kavanaugh hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Hann sagði þennan nefndarfund vera hneyksli. „Þetta er ekki starfsviðtal. Þetta er helvíti. Þetta mun eyðileggja möguleika góðs fólks til að stíga fram. Þetta kjaftæði,“ sagði Graham og var honum greinilega heitt í hamsi. „Ef þið kjósið gegn honum eru þið að styðja það ógeðfelldasta sem ég hef séð í stjórnmálum,“ sagði Graham og virtist hann beina orðum sínum að þingmönnum Repúblikanaflokksins. Nokkrir þeirra hafa sagst óvissir um atkvæði þeirra í aðdraganda fundarins. Þeirra meðal er einn meðlimur nefndarinnar, Jeff Flake.BREAKING: Sen. Graham breaks from letting the woman prosecutor do questioning for Republican senators, and delivers an angered and impassioned defense of Judge Kavanaugh. pic.twitter.com/Ql3aUUM8lQ — NBC News (@NBCNews) September 27, 2018 Þingmaðurinn John Cornyn líkti ferlinu varðandi tilnefningu Kavanaugh við ofsóknir McCarthyismans, svokallaða. Hann hvatti Kavanaugh til að gefast ekki upp. Aðrir þingmenn slógu á svipaða strengi og sögðu meðal annars að þessar ásakanir sneru að unglingsárum Kavanaugh og að langur ferill hans ætti að skipta einhverju máli. Þeir gagnrýndu einnig Demókrata harðlega og ýjuðu að því að þeir hefðu lekið upplýsingum um ásökun Ford til fjölmiðla. Það liggur þó ekki fyrir hver lak upplýsingunum upprunalega. Eftir að Kavanaugh lauk upphafsræðu sinni snerust ummæli þingmanna að mestu um sömu hlutina. Demókratar kölluðu eftir rannsókn FBI og Repúblikanar gagnrýndu Demókrata fyrir að hafa ekki kallað eftir rannsókninni fyrr. Þá gagnrýndu Repúblikanar ferlið sjálft harðlega. Þeir sögðu Demókrata vera að reyna að tefja tilnefningu Kavanaugh þar til eftir kosningar í þeirri von að þeir gætu þá komið í veg fyrir tilnefninguna. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í nefndinni, staðhæfði að Demókratar hefðu ekki lekið upplýsingum um málið og benti á að Ford hefði sagt vinum sínum frá því að hún hefði sent bréf til Feinstein. Líklega hefði einhver af þeim lekið upplýsingum um málið. Yfirmaður skrifstofu The Intercept í Washington, sem birtu bréf Ford til Feinstein fyrst, segir að starfsfólk Feintstein hafi ekki lekið bréfinu til þeirra. Mörgum Repúblikana var greinilega mjög heitt í hamsi og sögðu margir þeirra að illa hefði komið verið fram við Kavanaugh. Til stendur að kjósa um tilnefningu Kavanaugh á morgun og fregnir að utan segja að þingflokkur Repúblikana ætli að koma saman í nótt, eftir nefndarfundinn, og ræða tilnefninguna og atkvæðagreiðsluna.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá fundinum sem AP fréttaveitan hefur tekið saman. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. 27. september 2018 08:48 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, mætti á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. Kavanaug virtist reiður í opnunarræðu sinni og brast nokkrum sinnum í grát og þurfti hann að gera hlé á ræðu sinni. Hann byrjaði mál sitt á að kenna þingmönnum Demókrataflokksins um bæði minnst þrjár ásakanir um kynferðisbrot og sömuleiðis um hótanir sem hafa beinst gegn honum og fjölskyldu hans. Kavanaugh sagði allt ferlið í tengslum tilnefningu hans vera smánarblett á Bandaríkjunum. Hann sagði ásakanirnar hafa gereyðilagt mannorð sitt og komið verulega niður á fjölskyldu hans. Kavanaugh sagðist þó ekki ætla að láta undan tilraunum Demókrata til að „taka hann niður“, eins og hann orðaði það. „Þið getið sigrað mig í atkvæðagreiðslunni, en þið munið aldrei fá mig til að hætta,“ sagði Kavanaugh.Erfitt að útskýra málið fyrir dætrunum Hann sagði einnig að ferlið hefði líklegast komið í veg fyrir að hann gæti snúið sér aftur af því sem hann elskaði að gera, eins og að kenna og að þjálfa körfuboltalið ungra stúlkna. Heimildarmenn fjölmiðla innan Hvíta hússins segja Trump vera hæstánægðan með vörn Kavanaugh. Forsetinn staðfesti þá skoðun sína svo á Twitter. Hann sagði vitnisburð Kavanaugh vera „kraftmikinn, heiðarlegan og grípandi“. Þá sagði hann hegðun Demókrata vera skammarlega og allt ferlið hafi verið uppgerð.Judge Kavanaugh showed America exactly why I nominated him. His testimony was powerful, honest, and riveting. Democrats’ search and destroy strategy is disgraceful and this process has been a total sham and effort to delay, obstruct, and resist. The Senate must vote! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2018 Kavanaugh fór yfir feril sinn og benti á að ásakanir eins og þær sem beinast að honum núna hefðu aldrei komið upp áður. Þá rifjaði hann upp að hann hefði ráðið margar konur í gegnum tíðina og taldi upp nöfn nokkra vinkvenna sinna. „Að útskýra þetta fyrir dætrum okkar hefur líklegast verið erfiðasta lífsreynsla okkar,“ sagði Kavanaugh. „Hlustið á fólkið sem ég þekki. Hlustið á fólkið sem hefur þekkt mig allt mitt líf. Hlustið á fólkið sem ég ólst upp með og vann með og lék með og þjálfaði með og átti í sambandi við og fór á leiki með og drakk bjóra með. Og hlustið á vitnin sem eiga að hafa verið þarna fyrir 30 árum.“ Kavanaugh vísaði ítrekað til fjögurra vitna sem Christine Blasey Ford segir að hafi verið í samkvæmi þar sem Kavanaugh á að hafa reynt að nauðga henni. Hann sagði þau öll hafa haldið því fram að atvikið hefði ekki átt sér stað. Það er hins vegar ekki alveg rétt. Þau hafa annað hvort sagt að þau hafi ekki verið í samkvæminu eða þau hafi ekki verið vitni að því að Kavanaugh hafi hegðað sér eins og Ford heldur fram. Eitt af þessum fjórum vitnum er vinkona Ford og Kavanaugh vitnaði oft í hana og sagði hana hafa sagt að árásin hefði ekki átt sér stað. Hún sagðist hins vegar ekki muna eftir þessu kvöldi, en hún sagðist einnig trúa Ford.Reiði í salnum Þegar Kavanaugh var spurður hvort hann myndi styðja það að Alríkislögregla Bandaríkjanna myndi rannsaka ásakanirnar, neitaði hann að svara með beinum hætti. Hann sagðist vera tilbúinn til að gera það sem nefndin ákvæði. Demókratar nefndarinnar nefndu ítrekað möguleikann á því að fá FBI til að rannsaka málið. Repúblikanar höfðu ráðið saksóknarann Rachel Mitchell til að spyrja Ford og Kavanaugh spurninga en þeir virðast hafa hætt við það. Í kjölfarið á spurningunni varðandi mögulega rannsókn FBI varð Lindsay Graham, þingmaður Repúblikanaflokksins, mjög reiður og sagði að Kavanaugh hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Hann sagði þennan nefndarfund vera hneyksli. „Þetta er ekki starfsviðtal. Þetta er helvíti. Þetta mun eyðileggja möguleika góðs fólks til að stíga fram. Þetta kjaftæði,“ sagði Graham og var honum greinilega heitt í hamsi. „Ef þið kjósið gegn honum eru þið að styðja það ógeðfelldasta sem ég hef séð í stjórnmálum,“ sagði Graham og virtist hann beina orðum sínum að þingmönnum Repúblikanaflokksins. Nokkrir þeirra hafa sagst óvissir um atkvæði þeirra í aðdraganda fundarins. Þeirra meðal er einn meðlimur nefndarinnar, Jeff Flake.BREAKING: Sen. Graham breaks from letting the woman prosecutor do questioning for Republican senators, and delivers an angered and impassioned defense of Judge Kavanaugh. pic.twitter.com/Ql3aUUM8lQ — NBC News (@NBCNews) September 27, 2018 Þingmaðurinn John Cornyn líkti ferlinu varðandi tilnefningu Kavanaugh við ofsóknir McCarthyismans, svokallaða. Hann hvatti Kavanaugh til að gefast ekki upp. Aðrir þingmenn slógu á svipaða strengi og sögðu meðal annars að þessar ásakanir sneru að unglingsárum Kavanaugh og að langur ferill hans ætti að skipta einhverju máli. Þeir gagnrýndu einnig Demókrata harðlega og ýjuðu að því að þeir hefðu lekið upplýsingum um ásökun Ford til fjölmiðla. Það liggur þó ekki fyrir hver lak upplýsingunum upprunalega. Eftir að Kavanaugh lauk upphafsræðu sinni snerust ummæli þingmanna að mestu um sömu hlutina. Demókratar kölluðu eftir rannsókn FBI og Repúblikanar gagnrýndu Demókrata fyrir að hafa ekki kallað eftir rannsókninni fyrr. Þá gagnrýndu Repúblikanar ferlið sjálft harðlega. Þeir sögðu Demókrata vera að reyna að tefja tilnefningu Kavanaugh þar til eftir kosningar í þeirri von að þeir gætu þá komið í veg fyrir tilnefninguna. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í nefndinni, staðhæfði að Demókratar hefðu ekki lekið upplýsingum um málið og benti á að Ford hefði sagt vinum sínum frá því að hún hefði sent bréf til Feinstein. Líklega hefði einhver af þeim lekið upplýsingum um málið. Yfirmaður skrifstofu The Intercept í Washington, sem birtu bréf Ford til Feinstein fyrst, segir að starfsfólk Feintstein hafi ekki lekið bréfinu til þeirra. Mörgum Repúblikana var greinilega mjög heitt í hamsi og sögðu margir þeirra að illa hefði komið verið fram við Kavanaugh. Til stendur að kjósa um tilnefningu Kavanaugh á morgun og fregnir að utan segja að þingflokkur Repúblikana ætli að koma saman í nótt, eftir nefndarfundinn, og ræða tilnefninguna og atkvæðagreiðsluna.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá fundinum sem AP fréttaveitan hefur tekið saman.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. 27. september 2018 08:48 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. 27. september 2018 08:48
„Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15