Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 22:30 Það voru litlir kærleikar með Khabib og Conor í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45
Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00
Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00