Guðni Eiríksson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í fótbolta.
Guðni þekkir vel til hjá FH en hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðsins árin 2015 og 2016 en FH liðið komst upp úr 1. deildinni í Pepsi-deildina árið 2015.
FH endaði í neðsta sæti Pepsi-deildar kvenna í sumar og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.
"Ég þekki vel til meistaraflokks kvenna hjá FH eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar í tvö ár og veit að þar er góður efniviður til staðar. Við stefnum að sjálfsögðu að því að fara beint aftur upp í Pepsí deildina og ég hef fulla trú á því að verðum með mannskap næsta sumar sem gerir tilkall að Pepsí deildar sæti. Ég er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu en núna fer á fullt undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil," sagði Guðni.
Guðni Eiríksson ráðinn þjálfari kvennaliðs FH
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
