Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 14:23 Frá blaðamannafundinum í dag, þar sem ákærurnar voru opinberaðar. AP/Jacquelyn Martin Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér. Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér.
Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira