Í viðtalinu segist Conor aldrei hafa sóst eftir því að vera frægur. Peningar væru aftur á móti allt annað mál. Hann sagðist tækla frægðina eins vel og hann gæti og lífið væri gott.
Írinn sýnir einnig á sér mjúku hliðarnar er hann ræðir um son sinn sem hann segir hafa breytt lífi sínu. Allt sem hann geri sér fjölskylduna.
Í viðtalinu er einnig rætt um Floyd Mayweather og að sjálfsögðu bardagann gegn Khabib Nurmagomedov sem verður í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn.