„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 13:38 Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“ Icelandair Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
„Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“
Icelandair Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira