Fjarlægja jarðsprengjur á víggirtustu landamærum heims Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 12:36 Hermenn Norður-Kóreu skoða hermenn Suður-Kóreu í Panmunjom. Getty/Thomas Imo Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Hermenn frá bæði Norður- og Suður-Kóreu eru byrjaðir að fjarlægja jarðsprengjur á landamærum ríkjanna. Þar má finna minnst 800 þúsund jarðsprengjur en landamæri eru þau víggirtustu í heimi og hafa verið í áratugi. Hins vegar stendur ekki til að fjarlægja allar sprengjurnar af landamærunum. Leiðtogar ríkjanna, Kim Jong-un og Moon Jae-in, samþykktu á fundi þeirra fyrir skömmu að fjarlægja jarðsprengjur nærri sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna við friðarþorpið svokallaða, Panmunjom. Vonast er til þess að verkið verði klárað á tuttugu dögum. þegar því verður lokið verða varðstöðvar við Panmunjom fjarlægðar og hermenn sem standa þar vörð verða óvopnaðir. Þar að auki stendur til að fjarlægja jarðsprengjur í Cheorwon því ríkin tvö ætla að vinna að því í sameiningu að leita að jarðneskum leifum hermanna sem dóu þar á árum áður. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni er talið að þar megi finna lík um 500 manna.Áætlað er að hefja leitina í apríl á næsta ári. Landamæri ríkjanna ganga undir nafninu Demilitarised Zone eða DMZ og ná þvert yfir Kóreuskagann. Þau eru um 250 kílómetra löng og fjögurra kílómetra breið. Tugir þúsunda hermanna vakta landamærin. Tæpt ár er frá því að hermaður Norður-Kóreu flúði yfir landamærin í Panmunjom og var hann skotinn af öðrum hermönnum einræðisríkisins. Afar sjaldgæft er að einhverjir frá Norður-Kóreu flýi yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna (JSA) á landamærunum. Tíu ár voru síðan það gerðist síðast.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuRíkin tvö eru tæknilega enn í stríði þar sem samið var um vopnahlé en ekki frið árið 1953. Þá hafði Kóreustríðið staðið yfir í þrjú ár. Samband ríkjanna virðist þó hafa skánað verulega að undanförnu og hafa Kim og Moon fundað nokkrum sinnum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira