Ásta slær í gegn í Vild med dans í Danmörku: Hætti að taka lestina út af athyglinni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2018 10:30 Ásta Björk og Simon Stenspil þykja sigurstrangleg. myndir/instagram. „Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“ Dans Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
„Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“
Dans Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira