Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 12:41 Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun. Tekjur.is Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. Í tilkynningu frá Viskubrunni ehf. segir að á vefnum birtist upplýsingar úr nýjustu skattskrá ríkisskattstjóra hverju sinni, þ.e. ekki áætlaða tekjur sem fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr um árabil. Ekki kemur fram hver stendur að baki vefnum en hinn 39 ára Jón Ragnar Arnarson er skráður eini stjórnarmaður Viskubrunns ehf. Ekki náðist í Jón Ragnar við vinnslu fréttarinnar.„Tveir tekjuhæstu Íslendingarnir með 3,2 milljarða hvor í tekjur“ Skattskráin 2017 var gerð opinber í vor. Hún sýnir skattgreiðslur einstaklinga, tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt vegna ársins 2016. „Þar kemur t.d. fram að tveir tekjuhæstu Íslendingarnir höfðu um 3,2 milljarða króna hvor í tekjur á árinu. Af þeim greiddu þau um 20% skatt, enda að mestu um að ræða fjármagnstekjur. Þá er á vefnum hægt að nálgast með einföldum hætti upplýsingar um tekjuhæstu einstaklingana í hverju sveitarfélagi, hvort sem miðað er við launa- eða fjármagnstekjur,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að um árabil hafi í júní tíðkast að birta fréttir og gefa út tímarit með upplýsingum um tekjur valinna skattgreiðenda, byggðar á upplýsingum úr álagningarskrá. „Hins vegar hefur ekki tíðkast að birta upplýsingar úr endanlegri skattskrá, sem þó gefur ítarlegri upplýsingar en álagningarskrá um framtaldar tekjur. Rétt er að taka fram, að Alþingi hefur sérstaklega veitt heimild til þess að upplýsingar úr skattskrá séu birtar opinberlega í heild eða að hluta og er slík birting heimil hverjum sem er.“Tilkynnt til Persónuverndar Í tilkynningunni segir jafnframt að mikil umræða hafi gjarnan sprottið af birtingu upplýsinga um laun einstaklinga. „Hingað til hefur birting takmarkast við laun nokkur þúsund einstaklinga og því ekki endilega gefið raunsanna mynd af tekjum Íslendinga. Þeir sem fagnað hafa útgáfu tímaritanna geta nú glaðst yfir tilkomu tekjur.is, enda sýnir vefurinn framlag allra skattgreiðenda í sameiginlega sjóði og stuðlar að auknu gagnsæi í umræðu um tekjudreifingu í samfélaginu.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á netfangið [email protected] til að fá nánari upplýsingar um vefinn. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Vefurinn svarar sjálfur „algengum spurningum“ á vefsíðunni og þar kemur fram að fólk geti ekki fengið nöfn sín fjarlægð. Svörin við spurningunum má sjá að neðan. Björgvin Guðmundsson almannatengill hjá KOM segist á Twitter hafa lagt fram kvörtun til Persónuverndar vegna málsins. Vinnsla og miðlun upplýsinga um tekjur allra Íslendinga sé í hans huga klárlega ólögleg.Vinnsla og miðlun upplýsinga um tekjur allra Íslendinga er í mínum huga klárlega ólögleg. Ég hef lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd. pic.twitter.com/FuBgk1y36q— Bjorgvin Gudmundsson (@BjorgvinG) October 12, 2018 Spurt og svarað af heimasíðu vefsinsEr birting upplýsinga úr skattskrá lögleg? Stangast hún á við lög um persónuvernd?„Þar sem Alþingi hefur sérstaklega veitt heimild til þess að upplýsingar úr skattskrá séu birtar opinberlega er hún hverjum sem er heimil. Samkvæmt dómi Evrópudómstólsins um túlkun persónuverndarákvæða af þeim toga sem nú eru í lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, er stjórnvöldum heimilt að samþykkja að upplýsingum um tekjur sé miðlað til annarra til að stuðla að efnhagslegri velsæld ríkisins. Tekið skal fram að starfsemi síðunnar tekjur.is takmarkast við að birta upplýsingar úr skattskrá í því skyni að stuðla að samfélagslegri umræðu um þær og veita aðhald með því að skattar séu greiddir. Þar er ekki unnið með upplýsingar með öðrum hætti, t.d. í markaðslegum tilgangi eða í tengslum við önnur fjárhagsmálefni. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 99/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ganga sérákvæði annarra laga um vinnslu persónuupplýsinga sem sett eru innan ramma reglugerðarinnar framar ákvæðum persónuverndarlaganna. Í 1. mgr. 6. gr. persónuverndarlaga segir síðan: Að því marki sem það er nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs annars vegar og tjáningarfrelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum laga þessara og reglugerðarinnar í þágu fjölmiðlunar, lista eða bókmennta. Með vísan til þessara atriða má segja að það sé traust bakland að baki birtingu upplýsinga, enda er birtingin gerð í þeim tilgangi að stuðla að samfélagslegri umræðu um skattamál og tekjuskiptingu í samfélaginu sem á erindi við allan almenning. Auk þess má benda á persónuverndarlöggjöfinn byggir á reglum EES-réttar sem eru þeir sömu fyrir Ísland og Noreg. Nýja persónuverndarreglurgerðin er um margt mjög lík fyrri tilskipun, en hún var ekki talin standa því í vegi að upplýsingar um tekjur fólks í Noregi væru opinberar, eins og raunin er.“Get ég óskað eftir því að nafnið mitt verði fjarlægt af þessari síðu? Tekjur.is birtir upplýsingar um laun allra fullorðinna einstaklinga, í þeim tilgangi að stuðla að upplýstri og heiðarlegri umræðu um þátttöku skattgreiðenda í samneyslunni. Ef þú ert undir 18 aldri ætti nafnið þitt ekki að vera á síðunni og þá er sjálfsagt að taka það út. Önnur nöfn verða ekki tekin af síðunni, nema sérstakar og málefnalegar ástæður mæli með því.Get ég komið leiðréttingu á framfæri ef upplýsingarnar um mig eru rangar?Upplýsingarnar á þessari síðu eru unnar úr gögnum úr skattskrá Ríkisskattstjóra. Ekki er þó útilokað að villur hafi slæðst inn í gagnagrunn síðunnar. Ábendingar þar að lútandi eru vel þegnar á netfangið [email protected]. Hafir þú hins vegar athugasemdir við sjálfa skattskrána þarftu að hafa samband við Ríkisskattstjóra.Er siðferðislega verjandi að birta upplýsingar um laun almennings? Opinber birting upplýsinga um greiðslur einstaklinga í sameiginlega sjóði er tilgreind sérstaklega í lögum og á sér langa sögu hér á landi. Yfirvöld birta álagningarskrá og skattskrá á hverju ári og fjölmiðlar endurbirta upplýsingar úr skránum, ýmist í formi frétta eða sérstakra tekjublaða. Hingað til hefur birting launaupplýsinga að mestu einskorðast við þjóðþekkta einstaklinga og aðra sem fjölmiðlar hafa tilgreint. Óvarlegt er að byggja samfélagsumræðuna á upplýsingum um tekjur svo fárra einstaklinga, þegar gögn um tekjur allra eru aðgengileg og opinber. Í Noregi hefur um árabil tíðkast að birta upplýsingar um skattgreiðslur einstaklinga á vefnum, en hér á landi hafa skattayfirvöld …Hvernig nýtast þessar upplýsingar mér? Upplýsingum um tekjur í samfélaginu nýtast á margvíslegan hátt. Auk þess að stuðla að vel ígrundaðri samfélagsumræðu um launaskiptingu í samfélaginu nýtast þær einstaklingum í launaviðræðum við sinn vinnuveitanda og þær stuðla að upplýstari umræðu um launamun kynjanna. Þá er yfirlýstur tilgangur hins opinbera með birtingu upplýsinga úr skattskrá sá, að veita skattgreiðendum aðhald og gefa almenningi kost á að koma ábendingum á framfæri ef grunur leikur á skattaundanskotum einstaklinga.Hvernig má ég nota upplýsingarnar? Upplýsingarnar eru til einkanota og óheimilt er að safna þeim saman, miðla eða birta gögn af vefnum án leyfis. Fjölmiðlum er heimilt að nota efni af vefnum til vinnslu frétta og greininga ef heimildar er getið. Hverskonar söfnun upplýsinga í gagnagrunn, birting eða nýting upplýsinga eða sambærilegt er sömuleiðis óheimil. Persónuvernd Tekjur Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. Í tilkynningu frá Viskubrunni ehf. segir að á vefnum birtist upplýsingar úr nýjustu skattskrá ríkisskattstjóra hverju sinni, þ.e. ekki áætlaða tekjur sem fjölmiðlar hafa unnið fréttir upp úr um árabil. Ekki kemur fram hver stendur að baki vefnum en hinn 39 ára Jón Ragnar Arnarson er skráður eini stjórnarmaður Viskubrunns ehf. Ekki náðist í Jón Ragnar við vinnslu fréttarinnar.„Tveir tekjuhæstu Íslendingarnir með 3,2 milljarða hvor í tekjur“ Skattskráin 2017 var gerð opinber í vor. Hún sýnir skattgreiðslur einstaklinga, tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt vegna ársins 2016. „Þar kemur t.d. fram að tveir tekjuhæstu Íslendingarnir höfðu um 3,2 milljarða króna hvor í tekjur á árinu. Af þeim greiddu þau um 20% skatt, enda að mestu um að ræða fjármagnstekjur. Þá er á vefnum hægt að nálgast með einföldum hætti upplýsingar um tekjuhæstu einstaklingana í hverju sveitarfélagi, hvort sem miðað er við launa- eða fjármagnstekjur,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að um árabil hafi í júní tíðkast að birta fréttir og gefa út tímarit með upplýsingum um tekjur valinna skattgreiðenda, byggðar á upplýsingum úr álagningarskrá. „Hins vegar hefur ekki tíðkast að birta upplýsingar úr endanlegri skattskrá, sem þó gefur ítarlegri upplýsingar en álagningarskrá um framtaldar tekjur. Rétt er að taka fram, að Alþingi hefur sérstaklega veitt heimild til þess að upplýsingar úr skattskrá séu birtar opinberlega í heild eða að hluta og er slík birting heimil hverjum sem er.“Tilkynnt til Persónuverndar Í tilkynningunni segir jafnframt að mikil umræða hafi gjarnan sprottið af birtingu upplýsinga um laun einstaklinga. „Hingað til hefur birting takmarkast við laun nokkur þúsund einstaklinga og því ekki endilega gefið raunsanna mynd af tekjum Íslendinga. Þeir sem fagnað hafa útgáfu tímaritanna geta nú glaðst yfir tilkomu tekjur.is, enda sýnir vefurinn framlag allra skattgreiðenda í sameiginlega sjóði og stuðlar að auknu gagnsæi í umræðu um tekjudreifingu í samfélaginu.“ Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á netfangið [email protected] til að fá nánari upplýsingar um vefinn. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Vefurinn svarar sjálfur „algengum spurningum“ á vefsíðunni og þar kemur fram að fólk geti ekki fengið nöfn sín fjarlægð. Svörin við spurningunum má sjá að neðan. Björgvin Guðmundsson almannatengill hjá KOM segist á Twitter hafa lagt fram kvörtun til Persónuverndar vegna málsins. Vinnsla og miðlun upplýsinga um tekjur allra Íslendinga sé í hans huga klárlega ólögleg.Vinnsla og miðlun upplýsinga um tekjur allra Íslendinga er í mínum huga klárlega ólögleg. Ég hef lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd. pic.twitter.com/FuBgk1y36q— Bjorgvin Gudmundsson (@BjorgvinG) October 12, 2018 Spurt og svarað af heimasíðu vefsinsEr birting upplýsinga úr skattskrá lögleg? Stangast hún á við lög um persónuvernd?„Þar sem Alþingi hefur sérstaklega veitt heimild til þess að upplýsingar úr skattskrá séu birtar opinberlega er hún hverjum sem er heimil. Samkvæmt dómi Evrópudómstólsins um túlkun persónuverndarákvæða af þeim toga sem nú eru í lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, er stjórnvöldum heimilt að samþykkja að upplýsingum um tekjur sé miðlað til annarra til að stuðla að efnhagslegri velsæld ríkisins. Tekið skal fram að starfsemi síðunnar tekjur.is takmarkast við að birta upplýsingar úr skattskrá í því skyni að stuðla að samfélagslegri umræðu um þær og veita aðhald með því að skattar séu greiddir. Þar er ekki unnið með upplýsingar með öðrum hætti, t.d. í markaðslegum tilgangi eða í tengslum við önnur fjárhagsmálefni. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 99/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ganga sérákvæði annarra laga um vinnslu persónuupplýsinga sem sett eru innan ramma reglugerðarinnar framar ákvæðum persónuverndarlaganna. Í 1. mgr. 6. gr. persónuverndarlaga segir síðan: Að því marki sem það er nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs annars vegar og tjáningarfrelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum laga þessara og reglugerðarinnar í þágu fjölmiðlunar, lista eða bókmennta. Með vísan til þessara atriða má segja að það sé traust bakland að baki birtingu upplýsinga, enda er birtingin gerð í þeim tilgangi að stuðla að samfélagslegri umræðu um skattamál og tekjuskiptingu í samfélaginu sem á erindi við allan almenning. Auk þess má benda á persónuverndarlöggjöfinn byggir á reglum EES-réttar sem eru þeir sömu fyrir Ísland og Noreg. Nýja persónuverndarreglurgerðin er um margt mjög lík fyrri tilskipun, en hún var ekki talin standa því í vegi að upplýsingar um tekjur fólks í Noregi væru opinberar, eins og raunin er.“Get ég óskað eftir því að nafnið mitt verði fjarlægt af þessari síðu? Tekjur.is birtir upplýsingar um laun allra fullorðinna einstaklinga, í þeim tilgangi að stuðla að upplýstri og heiðarlegri umræðu um þátttöku skattgreiðenda í samneyslunni. Ef þú ert undir 18 aldri ætti nafnið þitt ekki að vera á síðunni og þá er sjálfsagt að taka það út. Önnur nöfn verða ekki tekin af síðunni, nema sérstakar og málefnalegar ástæður mæli með því.Get ég komið leiðréttingu á framfæri ef upplýsingarnar um mig eru rangar?Upplýsingarnar á þessari síðu eru unnar úr gögnum úr skattskrá Ríkisskattstjóra. Ekki er þó útilokað að villur hafi slæðst inn í gagnagrunn síðunnar. Ábendingar þar að lútandi eru vel þegnar á netfangið [email protected]. Hafir þú hins vegar athugasemdir við sjálfa skattskrána þarftu að hafa samband við Ríkisskattstjóra.Er siðferðislega verjandi að birta upplýsingar um laun almennings? Opinber birting upplýsinga um greiðslur einstaklinga í sameiginlega sjóði er tilgreind sérstaklega í lögum og á sér langa sögu hér á landi. Yfirvöld birta álagningarskrá og skattskrá á hverju ári og fjölmiðlar endurbirta upplýsingar úr skránum, ýmist í formi frétta eða sérstakra tekjublaða. Hingað til hefur birting launaupplýsinga að mestu einskorðast við þjóðþekkta einstaklinga og aðra sem fjölmiðlar hafa tilgreint. Óvarlegt er að byggja samfélagsumræðuna á upplýsingum um tekjur svo fárra einstaklinga, þegar gögn um tekjur allra eru aðgengileg og opinber. Í Noregi hefur um árabil tíðkast að birta upplýsingar um skattgreiðslur einstaklinga á vefnum, en hér á landi hafa skattayfirvöld …Hvernig nýtast þessar upplýsingar mér? Upplýsingum um tekjur í samfélaginu nýtast á margvíslegan hátt. Auk þess að stuðla að vel ígrundaðri samfélagsumræðu um launaskiptingu í samfélaginu nýtast þær einstaklingum í launaviðræðum við sinn vinnuveitanda og þær stuðla að upplýstari umræðu um launamun kynjanna. Þá er yfirlýstur tilgangur hins opinbera með birtingu upplýsinga úr skattskrá sá, að veita skattgreiðendum aðhald og gefa almenningi kost á að koma ábendingum á framfæri ef grunur leikur á skattaundanskotum einstaklinga.Hvernig má ég nota upplýsingarnar? Upplýsingarnar eru til einkanota og óheimilt er að safna þeim saman, miðla eða birta gögn af vefnum án leyfis. Fjölmiðlum er heimilt að nota efni af vefnum til vinnslu frétta og greininga ef heimildar er getið. Hverskonar söfnun upplýsinga í gagnagrunn, birting eða nýting upplýsinga eða sambærilegt er sömuleiðis óheimil.
Persónuvernd Tekjur Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira