Dómsmálinu endalausa lauk með allsherjar sýknudómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2018 17:01 Sex ára meðferð málsins fyrir dómstólum er lokið. Fréttablaðið/GVA Líklegt má telja að dómsmálið endalausa, mál sérstaks saksóknara og síðar héraðssaksóknara gegn Glitnismönnum, sé að lokum leitt eftir sýknudóm í Landsrétti í dag. Tveir Glitnismenn hlutu dóma í héraði en Landsréttur sýknaði þá í dag. Þá var sýknudómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhanessyni staðfestur. Málið hefur flakkað á milli dómstiga undanfarin ár en var til meðferðar í Landsrétti í september. Ákæra í málinu var gefin út í desember 2012 en óhætt er að segja að það hafi farið óvenjulega leið í kerfinu. Með dómi Landsréttar í dag má telja líklegt að málinu sé lokið. Mögulegt er að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en það er aðeins veitt í sérstökum tilvikum. Allur málskostnaður vegna málsins, sem nær til tveggja dómstiga, greðist úr ríkissjóði. Landsrétti þótti saksóknara ekki hafa tekist að sýna fram á að Lárusi og Magnúsi hefði hlotið að vera ljóst að þeir væru að misnota aðstöðu sína innan Glitnis eða að líklegt væri að fjártjón hlytist af með milljarða lánveitingu til hlutafélaga. Líklegra væri að þeir hefðu haft réttmætar væntingar um að lánið tryggði Glitni tryggingu fyrir endurgreiðslu lána.Pálmi Haraldsson tekur í hönd Lárusar Welding við aðalmeðferð málsins í hérðasdómi árið 2016.Vísir/GVASex milljarða lánveiting Málið fór í rannsókn fljótlega eftir hrun með tilheyrandi húsleit og vakti það mikla athygli í fjölmiðlum. Fjórir voru upphaflega ákærðir í málinu. Þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Þeir Lárus og Magnús voru sakfelldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir. Lárus, sem dæmdur var í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára dóm, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar. Það gerði héraðssaksóknari sömuleiðis í tilfelli Jóns Ásgeirs en ekki Bjarna.Sverrir Ólafsson var metinn vanhæfur til að dæma í Aurum-málinu.Ólafssynir í dómsal Fyrsta aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vorið 2014. Fjórmenningarnir voru sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl 2015 þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað tóku við deilur um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt.Ólafur Þór Hauksson mætir í Landsrétt þegar aðalmeðferð í málinu fór fram.Vísir/VilhelmTaldi sig hæfan en Hæstiréttur ósammála Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðjón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í héraði í október 2016. Eins og fyrr segir voru Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir sýknaður.Jón Ásgeir Jóhannesson var einn hinna ákærðu. Hann var sýknaður bæði fyrir héraðsdómi og nú í Landsrétti.Vísir/vilhelmEkki sýnt fram á ásetning Ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson voru í málinu bornir sökum um umboðssvik með því að hafa í störfum sínum hjá Glitni misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Það var árið 8. og 9. júlí 2008 sem þeir samþykktu í sameiningu að veita félaginu FS38 ehf. lán að fjárhæð sex milljarða króna án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins sem hafi verið andstætt reglum Glitnis um lánveitingar og markaðsáhættu. Var lánið veitt til kaupa félagsins FS38 ehf í eigu Fons hf á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding Limited. Fons var í eigu Pálma Haraldssonar. Til tryggingar fékk Glitnir að veði hlutabréfin í Aurum Holding auk þess sem Fons hf gekk í sjálfsábyrgð fyrir 1,75 milljarði króna. Þá fékk Glitnir kauprétt á öllu hlutafé í FS38 ehf fyrir eina krónu. Í dómi Landsréttar var rakið að fyrir lánveitinguna hefði Glitnir átt óveðtryggðar kröfur á hendur Fons að fjárhæð fjórum milljörðum króna og að eina mögulega trygging fyrir geiðslu krafnanna af hálfu Fons hefði verið óveðsettur eignarhlutur þess í Aurum Holding. Yrði að virða afstöðu aðila til mögulegs samkomulags um veðsetninguna í því ljósi en lánsfjárhæðinni hefði að stærstum hluta verið varið til að greiða hinar óveðtryggðu kröfur Glitnir á hendur Fons.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, flutti Aurum-málið í fjórða sinn í Landsrétti.Fréttablaðið/GVAEkki sýnt fram á fjártjónshættu Að virtri stöðu Fons á þeim tíma sem lánið var veitt var ekki talið að ekki yrði lagt mat á útlánaáhættu Glitnis og þar með mögulega fjártjónshættu hans við lánveitinguna til FS38 ehf óháð líkum á því hvort kröfur Glitnir á hendur Fons hefðu að óbreyttu fengist greiddar. Þótti ákæruvaldið ekki hafa rennt stoðum undir það með þeim hluta lánsfjárhæðinnar til FS38 ehf sem ráðstafað var til greiðslu á skuldum Fons við Glitni hefði fjártjónsáhætta bankans aukist frá því sem áður hefði verið svo nokkru næmi. Var því lagt til grundvallar að til að standa undir þeirri auknu áhættu sem hefði verið samfara lánveitingu Íslandsbanka til FS38 ehf hefði raunvirði 25,7&% hlutar í Aurum Holding að minnsta kosti þurft að svara til tveggja milljarða króna, sem voru til frjálsrar ráðstöfunar við útborgun lánsins. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að við ákvörðun um lánveitinguna hefðu Lárus og Magnús mátt styðjast við mat á virði Aurum Holding samkvæmt forsamningi félagsins og skartgripafyrirtækisins Damas LLC ásamt öðrum gögnum. Með skírskotun til þess þótti ekki hafa verið sýnt fram á að Lárus og Magnús hefði hlotið að vera það ljóst eða látið sér það í léttu rúmi liggja að þeir væru að misnota aðstöðu sína þannig að jafn miklar líkur eða meiri líkur væru á því að fjártjón hlytist af. Mætti leiða líkum að því að réttmætar væntingar þeirra hefðu fremur staðið til þess að lánveitingin og tengdar ráðstafanir myndu hafa það í för með sér að með þeim fengist trygging til handa Glitni fyrir endurgreiðslu útlána sem bankinn hefði ekki áður notið. Voru Lárus og Magnús því sýknaðir af sakargiftum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem borinn var sökum um hlutdeild í fyrrgreindu broti, til vara hylmingu en að því frágengnu peningaþvætti, var jafnframt sýknaður.Dóminn í heild má lesa hér. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag. 26. september 2018 09:00 „Ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta“ Aðalmeðferð í Aurum-málinu fer fram í Landsrétti í dag. 25. september 2018 12:44 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Líklegt má telja að dómsmálið endalausa, mál sérstaks saksóknara og síðar héraðssaksóknara gegn Glitnismönnum, sé að lokum leitt eftir sýknudóm í Landsrétti í dag. Tveir Glitnismenn hlutu dóma í héraði en Landsréttur sýknaði þá í dag. Þá var sýknudómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhanessyni staðfestur. Málið hefur flakkað á milli dómstiga undanfarin ár en var til meðferðar í Landsrétti í september. Ákæra í málinu var gefin út í desember 2012 en óhætt er að segja að það hafi farið óvenjulega leið í kerfinu. Með dómi Landsréttar í dag má telja líklegt að málinu sé lokið. Mögulegt er að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en það er aðeins veitt í sérstökum tilvikum. Allur málskostnaður vegna málsins, sem nær til tveggja dómstiga, greðist úr ríkissjóði. Landsrétti þótti saksóknara ekki hafa tekist að sýna fram á að Lárusi og Magnúsi hefði hlotið að vera ljóst að þeir væru að misnota aðstöðu sína innan Glitnis eða að líklegt væri að fjártjón hlytist af með milljarða lánveitingu til hlutafélaga. Líklegra væri að þeir hefðu haft réttmætar væntingar um að lánið tryggði Glitni tryggingu fyrir endurgreiðslu lána.Pálmi Haraldsson tekur í hönd Lárusar Welding við aðalmeðferð málsins í hérðasdómi árið 2016.Vísir/GVASex milljarða lánveiting Málið fór í rannsókn fljótlega eftir hrun með tilheyrandi húsleit og vakti það mikla athygli í fjölmiðlum. Fjórir voru upphaflega ákærðir í málinu. Þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Þeir Lárus og Magnús voru sakfelldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Jóhannesson voru sýknaðir. Lárus, sem dæmdur var í eins árs fangelsi, og Magnús, sem hlaut tveggja ára dóm, áfrýjuðu dómnum til Landsréttar. Það gerði héraðssaksóknari sömuleiðis í tilfelli Jóns Ásgeirs en ekki Bjarna.Sverrir Ólafsson var metinn vanhæfur til að dæma í Aurum-málinu.Ólafssynir í dómsal Fyrsta aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur vorið 2014. Fjórmenningarnir voru sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl 2015 þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar sem var meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað tóku við deilur um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar. Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt.Ólafur Þór Hauksson mætir í Landsrétt þegar aðalmeðferð í málinu fór fram.Vísir/VilhelmTaldi sig hæfan en Hæstiréttur ósammála Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðjón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í héraði í október 2016. Eins og fyrr segir voru Lárus og Magnús sakfelldir en Jón Ásgeir sýknaður.Jón Ásgeir Jóhannesson var einn hinna ákærðu. Hann var sýknaður bæði fyrir héraðsdómi og nú í Landsrétti.Vísir/vilhelmEkki sýnt fram á ásetning Ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson voru í málinu bornir sökum um umboðssvik með því að hafa í störfum sínum hjá Glitni misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Það var árið 8. og 9. júlí 2008 sem þeir samþykktu í sameiningu að veita félaginu FS38 ehf. lán að fjárhæð sex milljarða króna án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins sem hafi verið andstætt reglum Glitnis um lánveitingar og markaðsáhættu. Var lánið veitt til kaupa félagsins FS38 ehf í eigu Fons hf á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding Limited. Fons var í eigu Pálma Haraldssonar. Til tryggingar fékk Glitnir að veði hlutabréfin í Aurum Holding auk þess sem Fons hf gekk í sjálfsábyrgð fyrir 1,75 milljarði króna. Þá fékk Glitnir kauprétt á öllu hlutafé í FS38 ehf fyrir eina krónu. Í dómi Landsréttar var rakið að fyrir lánveitinguna hefði Glitnir átt óveðtryggðar kröfur á hendur Fons að fjárhæð fjórum milljörðum króna og að eina mögulega trygging fyrir geiðslu krafnanna af hálfu Fons hefði verið óveðsettur eignarhlutur þess í Aurum Holding. Yrði að virða afstöðu aðila til mögulegs samkomulags um veðsetninguna í því ljósi en lánsfjárhæðinni hefði að stærstum hluta verið varið til að greiða hinar óveðtryggðu kröfur Glitnir á hendur Fons.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, flutti Aurum-málið í fjórða sinn í Landsrétti.Fréttablaðið/GVAEkki sýnt fram á fjártjónshættu Að virtri stöðu Fons á þeim tíma sem lánið var veitt var ekki talið að ekki yrði lagt mat á útlánaáhættu Glitnis og þar með mögulega fjártjónshættu hans við lánveitinguna til FS38 ehf óháð líkum á því hvort kröfur Glitnir á hendur Fons hefðu að óbreyttu fengist greiddar. Þótti ákæruvaldið ekki hafa rennt stoðum undir það með þeim hluta lánsfjárhæðinnar til FS38 ehf sem ráðstafað var til greiðslu á skuldum Fons við Glitni hefði fjártjónsáhætta bankans aukist frá því sem áður hefði verið svo nokkru næmi. Var því lagt til grundvallar að til að standa undir þeirri auknu áhættu sem hefði verið samfara lánveitingu Íslandsbanka til FS38 ehf hefði raunvirði 25,7&% hlutar í Aurum Holding að minnsta kosti þurft að svara til tveggja milljarða króna, sem voru til frjálsrar ráðstöfunar við útborgun lánsins. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að við ákvörðun um lánveitinguna hefðu Lárus og Magnús mátt styðjast við mat á virði Aurum Holding samkvæmt forsamningi félagsins og skartgripafyrirtækisins Damas LLC ásamt öðrum gögnum. Með skírskotun til þess þótti ekki hafa verið sýnt fram á að Lárus og Magnús hefði hlotið að vera það ljóst eða látið sér það í léttu rúmi liggja að þeir væru að misnota aðstöðu sína þannig að jafn miklar líkur eða meiri líkur væru á því að fjártjón hlytist af. Mætti leiða líkum að því að réttmætar væntingar þeirra hefðu fremur staðið til þess að lánveitingin og tengdar ráðstafanir myndu hafa það í för með sér að með þeim fengist trygging til handa Glitni fyrir endurgreiðslu útlána sem bankinn hefði ekki áður notið. Voru Lárus og Magnús því sýknaðir af sakargiftum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem borinn var sökum um hlutdeild í fyrrgreindu broti, til vara hylmingu en að því frágengnu peningaþvætti, var jafnframt sýknaður.Dóminn í heild má lesa hér.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag. 26. september 2018 09:00 „Ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta“ Aðalmeðferð í Aurum-málinu fer fram í Landsrétti í dag. 25. september 2018 12:44 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag. 26. september 2018 09:00
„Ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta“ Aðalmeðferð í Aurum-málinu fer fram í Landsrétti í dag. 25. september 2018 12:44