Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 08:36 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Fréttablaðið/Eyþór Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica. Húsnæðismál Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica.
Húsnæðismál Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira