Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 16:12 Flugvélafloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli. fréttablaðið/ernir Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00