FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 15:25 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði hugmyndir um að beita lífeyrissjóðum í yfirstandandi kjarabaráttu. Stöð 2 Fjármálaeftirlitið ýjar að því að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi feli í sér lögbrot.Í þættinum gaf Ragnar Þór Ingólfsson til kynna að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir.Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem það minnir á þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Sjá einnig: Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið minnir á þann lagaramma sem nær utan um starfsemi lífeyrissjóða.Vísir/vilhelmÞá er einnig minnt á að í sama lagabálki komi fram að stjórnir lífeyrissjóða setji þeim fjárfestingarstefnu og „ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.“ Fjármálaeftirlitinu sé að sama skapi falið að hafa eftirlit með því hvort að starfsemi lífeyissjóða sé, að einhverju leyti, „óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.“ Við mat á því styðjist eftirlitið við ákvæði laga um hlutafélög, þar sem segir að „[f]élagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“Sjá einnig: Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Að þessu útlistuðu segist Fjármálaeftirlitið telja að „að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst.“ Ekki verður annað úr þessu lesið en að hugmyndir formanns VR um að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttunni séu ólöglegar. Aðrir hafa tekið undir þessa útlistun eftirlitsins. Má þar til að mynda nefnda Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún sagði í samtali við Vísi í morgun að þau sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga, auk þess sem starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ýjar að því að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi feli í sér lögbrot.Í þættinum gaf Ragnar Þór Ingólfsson til kynna að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir.Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem það minnir á þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Sjá einnig: Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið minnir á þann lagaramma sem nær utan um starfsemi lífeyrissjóða.Vísir/vilhelmÞá er einnig minnt á að í sama lagabálki komi fram að stjórnir lífeyrissjóða setji þeim fjárfestingarstefnu og „ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.“ Fjármálaeftirlitinu sé að sama skapi falið að hafa eftirlit með því hvort að starfsemi lífeyissjóða sé, að einhverju leyti, „óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.“ Við mat á því styðjist eftirlitið við ákvæði laga um hlutafélög, þar sem segir að „[f]élagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“Sjá einnig: Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Að þessu útlistuðu segist Fjármálaeftirlitið telja að „að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst.“ Ekki verður annað úr þessu lesið en að hugmyndir formanns VR um að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttunni séu ólöglegar. Aðrir hafa tekið undir þessa útlistun eftirlitsins. Má þar til að mynda nefnda Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún sagði í samtali við Vísi í morgun að þau sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga, auk þess sem starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50