Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna.
Þetta segir Björgólfur í viðtali við síleska fjölmiðilinn Latercera en hann er eigandi símafyrirtækisins WOM í gegnum fjárfestingarfélag sitt Novator. „Við höfum fjárfest fyrir 780 milljónir dala og erum tilbúin að hækka upphæðina í einn milljarð dala en það veltur á því hvernig þróunin verður á 5G.“
Björgólfur segir að WOM sé arðbært og spurður hvort til greina komi að skrá símafyrirtækið á markað í framtíðinni svarar hann játandi. „Þegar fyrirtækið er tilbúið til þess verður það góð hugmynd. Hlutabréfamarkaðurinn í Síle virkar vel og við viljum taka þátt í honum í framtíðinni,“ svarar Björgólfur.
Þá segir Björgólfur að hann horfi til þess að fjárfesta í öðrum löndum í Suður-Ameríku. „Við vorum nýverið í Brasilíu og Argentínu þar sem við hittum fyrirtæki sem reka netverslanir. Það eru gríðarmikil tækifæri í netverslun í Suður-Ameríku.“ – tfh
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira
Viðskipti innlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent

Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar
Viðskipti innlent

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent
