Gunnar er níundi gestur Einkalífisins en í þáttunum er rætt við einstaklinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði. Hann á son sem hann eyðir miklum tíma með en drengurinn heitir Stígur Týr Gunnarsson. Segir Gunnar að drengurinn hafi haft mikil og jákvæð áhrif á sig.
„Þetta breytir manni helling. Maður þarf að aðlagast honum í dagsdaglegu lífi og þetta hefur hrikalega góð áhrif á mann. Maður þarf að breyta aðeins hugsunarhætti sínum og þú í raun og veru opnar nýja vídd í lífi þínu. Þetta er hrikalega gefandi,“ segir Gunnar og heldur áfram.
Gunnar segir að það sé magnað að fylgjast með manneskju vaxa alvega frá grunni.

Í þættinum ræðir Gunnar Nelson einnig um ástina í lífi sínu, hættuna sem fylgir því að vera í MMA, um tölvuleikjaáhugann, um skaðsemina af þeim mikla niðurskurði sem bardagamenn fara í fyrir bardaga, um djammið, vináttu hans við Conor McGregor og Nandos-fíknina.
Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni en hann kemur vikulega á Vísi á fimmtudögum.