Leiðin til nýrra lesenda Hrefna Haraldsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við skrifum á fámennis tungumáli og treystum á þýðendur. Þess vegna tileinka ég þeim þessi verðlaun,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur þegar hún tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs nýlega. Með því að tileinka þýðendum verðlaunin undirstrikar Auður Ava mikilvægi þeirra fyrir höfunda sem skrifa á litlum málsvæðum eins og Íslandi. Með þýðingum bókanna margfaldast lesendahópurinn og hugmyndir og erindi höfundanna ná athygli langt út fyrir landsteinana; röddin berst um heiminn. Áhugi á íslenskum bókmenntum erlendis er mikill og fer vaxandi. Árið í fyrra var metár í þýðingum íslenskra bóka á erlend mál þegar 100 verk voru þýdd á 30 tungumál. Aukna útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn má að hluta rekja til áhuga á landi og þjóð, en ekki síður til markviss kynningarstarfs erlendis á undanförnum árum, meðal annars með þátttöku í helstu bókasýningum sem haldnar eru árlega víða um heim. Eitt af hlutverkum Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis. Íslenskir bókaútgefendur eru líka mikilvirkir í því starfi. Þá eru höfundarnir sjálfir ötulir við að fylgja eftir þýðingum bóka sinna erlendis, koma fram á ýmsum bókmenntaviðburðum og hitta lesendur. En lykilhlutverki í þessari þróun gegna þýðendur úr íslensku á erlend mál og þess vegna er mikilvægt að treysta böndin við þá og hvetja til enn frekari dáða. Til að sýna í verki hve mikils metin vinna þeirra er, jafnframt því að greiða götu nýrra þýðenda, hélt Miðstöð íslenskra bókmennta alþjóðlegt þýðendaþing hér á landi á síðasta ári, fyrir þýðendur íslenskra bóka víðs vegar um heiminn. Þingið tókst afar vel og þegar er hafinn undirbúningur að næsta þýðendaþingi sem haldið verður vorið 2019. Einnig er Orðstír veittur annað hvert ár, en það er heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlend tungumál. Góðir þýðendur eru dýrmætir sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu og vinna metnaðarfullt starf í þágu íslenskrar menningar – „með því að skrifa bækurnar okkar aftur á sínum tungumálum“ – eins og Auður Ava orðaði það svo fallega á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun