Óeining um ritskoðaða Kínaleitarvél Google Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2018 06:45 Það eru ekki allir starfsmenn sáttir við áformin. Nordicphotos/Getty Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi. Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira