Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. Hann virði auðvitað vald stjórnar og horfi fram á veginn.
Tilkynnt var um starfslok Sveins á vef Matís í dag og boðað til starfsmannafundar. Oddur Már Gunnarsson tekur við stöðu forstjóra tímabundið að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, formanns stjórnar Matías.
Sjöfn vildi ekki fara nánar út í það í hverju trúnaðarbresturinn fælist í samtali við Vísi fyrr í dag. Sömu sögu er að segja um Svein sem staddur var í Póllandi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann vísaði á Sjöfn hvað það varðaði.
„Ég veit það ekki. Ég tel í rauninni ekki að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða af minni hálfu sem ætti að hafa þetta í för með sér,“ segir Sveinn. Gengið var frá samkomulagi um starfslok í gær en ákvörðunin er stjórnarinnar að sögn Sveins.
Sveinn segist horfa fram á veginn og gerir ráð fyrir að aðrir geri það sömuleiðis. Verðmæti Matís felist í starfsfólki félagsins og hann sé ekkert ómissandi í þessu samhengi.
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent