Í fótspor íslenskra hellisbúa Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. desember 2018 06:00 Gestir Laugarvatnshellis ferðast hundrað ár aftur í tímann, en þá var síðast búið í hellinum. The cave people nefnist upplifunartúr þar sem gestir fá að gægjast 100 ár aftur í tímann og kynnast því hvernig var að búa í helli. Laugarvatnshellir er manngerður hellir í nágrenni við Laugarvatn en ekki er vitað hver eða hverjir komu að gerð hans – einhverjir hafa haldið því fram að írskir munkar hafi grafið þennan helli fyrir landnám, en enginn veit það með vissu þó. Lengi vel var hellirinn notaður af bændum sem skýldu sér og sauðfé sínu þar. Árið 1910 flutti ungt par inn í hellinn og bjó þar í heilt ár, átta árum síðar flutti svo annað par þangað og bjó í fjögur ár. The cave people býður upp á ferðalag inn í líf þessa fólks. „Í þessum helli bjuggu síðustu hellisbúar Íslands. Þegar þau flytja út árið 1922 var allt tekið niður – en þau höfðu byggt fínasta íbúðarhúsnæði þarna. Það var árið 2017 sem við endurgerðum það húsnæði og í dag lítur þetta nokkurn veginn út eins og það gerði þegar fólkið bjó þar,“ segir Smári Stefánsson hjá The cave people. Smári segist hafa haft þessa hugmynd í kollinum í nokkurn tíma en hann hefur rekið ferðaþjónustufyrirtæki svona til hliðar við önnur störf síðan árið 2008. Árið 2016 ákvað hann að kýla á þetta og fara að undirbúa verkefnið. „Mér fannst þetta svo ótrúlega merkilega saga og ég tók eftir að enginn var að segja hana. Þannig að við fórum í að endurgera hellinn svo fólk gæti farið hundrað ár aftur í tímann og upplifað hvernig það væri að búa þarna.“ Farið er með fólk inn í hellinn þar sem því er sýnt hvernig búið var í honum, en hellirinn er allur innréttaður með húsgögnum og segir Smári að þetta sé í raun lifandi safn. „Þarna inni segjum við gestum svo sögu hellisbúanna; hvers vegna þeir bjuggu þarna, sögur af erfiðleikum þeirra og hamingju.“Hellirinn í vetrarbúningi.Árið 2017 þegar The cave people var að fara af stað með verkefnið ákváðu þau að skrá sig í viðskiptahraðalinn Startup Tourism. „Þetta var rosalega gott fyrir okkur vegna þess að við vorum með lausmótaða hugmynd þegar við byrjuðum. Það er svo margt í svona ferli sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður rekur sig á, hlutir sem maður fattar ekki að hugsa út í einu sinni fyrr en maður þarf að gera þá. Með því að fara í þennan hraðal var okkur ýtt út í alls kyns sem við hefðum kannski ekki hugað að nema fyrir það. Það er í raun þessum viðskiptahraðli að þakka að við gátum opnað þarna strax vorið 2017 – þetta hefði pottþétt ekki verið tilbúið þá hefðum við ekki tekið þátt. Síðan er auðvitað frábært að hitta fólk sem hefur verið í sömu sporum og kann þetta – maður fær hálfgert „short cut“ og þarf ekki endilega að reka sig á allt.“ Boðið er upp á The cave people túrinn í allan vetur. Fyrsta árið var lokað yfir veturinn en viðtökurnar hafa verið það góðar segir Smári að ekkert var í vegi fyrir að opið væri yfir veturinn þetta árið. Smári segir að gestir hellisins séu góð blanda íslenskra og erlendra ferðamanna – Íslendingar hafi verið í meirihluta fyrst þegar þeir opnuðu en svo hafi þetta blandast og sé nánast jafnt í dag. Í dag er síðasti dagurinn til að sækja um í Startup Tourism viðskiptahraðlinum. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Nýsköpun Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
The cave people nefnist upplifunartúr þar sem gestir fá að gægjast 100 ár aftur í tímann og kynnast því hvernig var að búa í helli. Laugarvatnshellir er manngerður hellir í nágrenni við Laugarvatn en ekki er vitað hver eða hverjir komu að gerð hans – einhverjir hafa haldið því fram að írskir munkar hafi grafið þennan helli fyrir landnám, en enginn veit það með vissu þó. Lengi vel var hellirinn notaður af bændum sem skýldu sér og sauðfé sínu þar. Árið 1910 flutti ungt par inn í hellinn og bjó þar í heilt ár, átta árum síðar flutti svo annað par þangað og bjó í fjögur ár. The cave people býður upp á ferðalag inn í líf þessa fólks. „Í þessum helli bjuggu síðustu hellisbúar Íslands. Þegar þau flytja út árið 1922 var allt tekið niður – en þau höfðu byggt fínasta íbúðarhúsnæði þarna. Það var árið 2017 sem við endurgerðum það húsnæði og í dag lítur þetta nokkurn veginn út eins og það gerði þegar fólkið bjó þar,“ segir Smári Stefánsson hjá The cave people. Smári segist hafa haft þessa hugmynd í kollinum í nokkurn tíma en hann hefur rekið ferðaþjónustufyrirtæki svona til hliðar við önnur störf síðan árið 2008. Árið 2016 ákvað hann að kýla á þetta og fara að undirbúa verkefnið. „Mér fannst þetta svo ótrúlega merkilega saga og ég tók eftir að enginn var að segja hana. Þannig að við fórum í að endurgera hellinn svo fólk gæti farið hundrað ár aftur í tímann og upplifað hvernig það væri að búa þarna.“ Farið er með fólk inn í hellinn þar sem því er sýnt hvernig búið var í honum, en hellirinn er allur innréttaður með húsgögnum og segir Smári að þetta sé í raun lifandi safn. „Þarna inni segjum við gestum svo sögu hellisbúanna; hvers vegna þeir bjuggu þarna, sögur af erfiðleikum þeirra og hamingju.“Hellirinn í vetrarbúningi.Árið 2017 þegar The cave people var að fara af stað með verkefnið ákváðu þau að skrá sig í viðskiptahraðalinn Startup Tourism. „Þetta var rosalega gott fyrir okkur vegna þess að við vorum með lausmótaða hugmynd þegar við byrjuðum. Það er svo margt í svona ferli sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður rekur sig á, hlutir sem maður fattar ekki að hugsa út í einu sinni fyrr en maður þarf að gera þá. Með því að fara í þennan hraðal var okkur ýtt út í alls kyns sem við hefðum kannski ekki hugað að nema fyrir það. Það er í raun þessum viðskiptahraðli að þakka að við gátum opnað þarna strax vorið 2017 – þetta hefði pottþétt ekki verið tilbúið þá hefðum við ekki tekið þátt. Síðan er auðvitað frábært að hitta fólk sem hefur verið í sömu sporum og kann þetta – maður fær hálfgert „short cut“ og þarf ekki endilega að reka sig á allt.“ Boðið er upp á The cave people túrinn í allan vetur. Fyrsta árið var lokað yfir veturinn en viðtökurnar hafa verið það góðar segir Smári að ekkert var í vegi fyrir að opið væri yfir veturinn þetta árið. Smári segir að gestir hellisins séu góð blanda íslenskra og erlendra ferðamanna – Íslendingar hafi verið í meirihluta fyrst þegar þeir opnuðu en svo hafi þetta blandast og sé nánast jafnt í dag. Í dag er síðasti dagurinn til að sækja um í Startup Tourism viðskiptahraðlinum.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Nýsköpun Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira