Fyrsti desember Ragnar Þór Pétursson skrifar 1. desember 2018 09:45 Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun