Heimsótti Katar í tilefni þess að úrslitaleikur HM fer fram á þessum tíma eftir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 17:00 Xavi Hernandez spilar í Katar með liði Al Sadd. Vísir/Getty Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira