Segjast ekki hafa lofað Primera Air láni Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 14:51 Flugvél hins sáluga Primera Air. Vísir/getty Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17