Roger Federer er úr leik á Opna ástralska mótinu í tennis en hann tapaði óvænt fyrir Grikkjanum Stefanos Tsitsipas.
Federer vann mótið í fyrra og er almennt talinn einn besti spilari allra tíma og því voru flestir á því að hann yrði ekki í vandræðum með Grikkjann. Svo varð ekki raunin.
Leikurinn var samtals þrjár klukkustundir og 45 mínútur en Grikkinn var að vonum hæstánægður í leikslok.
„Ég er hamingjusamasti maður í heimi á þessari stundu, ég get ekki lýst þessu,“ sagði himinlifandi Tsitsipas.
Þetta var í aðeins annað sinn þar sem Federer mistekst að komast í 8-liða úrslit í sextán ár.
Federer óvænt úr leik
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
