Ebba Guðný höfð að fífli við netkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2019 10:30 Ebba verslar sennilega ekki á netinu á næstunni. mynd/LUCINDA „Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu. Bítið Neytendur Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
„Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu.
Bítið Neytendur Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira