Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2019 16:14 Vajiralongkorn tók við konungsembætti í Taílandi 2016, eftir dauða föður síns, Bhumibol. Getty/Bloomberg Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar „óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. Stjórnmálaflokkur á bandi forsætisráðherrans fyrrverandi, Thaksin Shinawatra, hafði tilnefnt prinsessuna Ubolratana Mahidol sem forsætisráðherra flokksins, en þingkosningar fara fram í landinu 24. mars næstkomandi. Segir konungurinn að slíkt myndi brjóta gegn þeirri hefð að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér ekki af stjórnmálum í landinu.Sjá einnig: Prinsessa vill verða forsætisráðherra Yfirlýsing Vajiralongkorn konungs var lesin upp á öllum sjónvarpsstöðvum landsins í dag. Sagði hann áformin ganga gegn öllum hefðum landsins, siðum og menningu og séu því talin „sérstaklega óviðeigandi“.Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol.Vísir/APÁður valdið fjaðrafoki Hin 67 ára Ubolratana Mahidol er eldri systir Vajiralongkorn konungs. Hún hefur áður valdið fjaðrafoki, til að mynda þegar hún gekk að eiga Bandaríkjamanninn Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Þau kynntust þegar hún stundaði nám í Massachusetts Institute of Technology (MIT). Bjó hún í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað sneri hún aftur til Taílands þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar „óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. Stjórnmálaflokkur á bandi forsætisráðherrans fyrrverandi, Thaksin Shinawatra, hafði tilnefnt prinsessuna Ubolratana Mahidol sem forsætisráðherra flokksins, en þingkosningar fara fram í landinu 24. mars næstkomandi. Segir konungurinn að slíkt myndi brjóta gegn þeirri hefð að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér ekki af stjórnmálum í landinu.Sjá einnig: Prinsessa vill verða forsætisráðherra Yfirlýsing Vajiralongkorn konungs var lesin upp á öllum sjónvarpsstöðvum landsins í dag. Sagði hann áformin ganga gegn öllum hefðum landsins, siðum og menningu og séu því talin „sérstaklega óviðeigandi“.Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol.Vísir/APÁður valdið fjaðrafoki Hin 67 ára Ubolratana Mahidol er eldri systir Vajiralongkorn konungs. Hún hefur áður valdið fjaðrafoki, til að mynda þegar hún gekk að eiga Bandaríkjamanninn Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Þau kynntust þegar hún stundaði nám í Massachusetts Institute of Technology (MIT). Bjó hún í Bandaríkjunum í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað sneri hún aftur til Taílands þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik.
Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05