Rufu 43 ára einokun KR og Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2019 18:45 Verðlaunahafarnir. „Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni. Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Sjá meira
„Þetta er ansi langur tími. Fyrst var keppt í efstu deild karla 1973 og fyrstu þrjú árin vann Örninn. Svo tók við sigurganga KR á árunum 1976-94 og ég er nokkuð viss um að faðir minn hafi verið í öllum þeim liðum. Frá 1995 til 2007 vann Víkingur alltaf en síðan þá hafa Víkingur og KR skipst á að vinna,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson í samtali við Fréttablaðið. Pétur er hluti af liði BH sem tryggði sér um helgina sigur í Raflandsdeild karla í borðtennis. Þetta er í fyrsta sinn sem annað lið en KR eða Víkingur vinnur efstu deild í karlaflokki síðan 1975. Auk Péturs var sigurlið BH skipað bróður hans, Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, Birgi Ívarssyni og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Þjálfari þeirra BH-inga er Tómas Ingi Shelton. „Við erum 5-6 sem æfum með meistaraflokki karla og svo er slatti af krökkum í yngri flokkunum,“ sagði Pétur. Höfuðstöðvar BH eru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en Pétur segir að félagið sé nánast búið að sprengja æfingaaðstöðuna utan af sér. Það horfi þó til betri vegar í þeim efnum. Bræðurnir Pétur og Jóhannes léku áður með KR sem og Tómas þjálfari þeirra. Magnús Gauti, sem er uppalinn hjá BH, er ríkjandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla en hann varð fyrsti BH-ingurinn sem vinnur þann titil. Birgir hóf ferilinn hjá HK en færði sig síðan yfir í BH. Hann var fjarri góðu gamni um helgina þar sem hann er við æfingar hjá sænsku liði. „Þetta eru nokkrar túrneringar og í hverri þeirra spilarðu tvo liðaleiki. Í heildina eru þetta tíu leikir en þú spilar tvisvar sinnum við öll liðin. Félögin skiptast á að halda túrneringarnar,“ sagði Pétur um fyrirkomulag deildarkeppninnar. BH-ingar unnu allar tíu viðureignir sínar í deildinni og fengu alls 20 stig, fjórum stigum meira en Víkingur. KR varð í 3. sæti með tólf stig og HK í því fjórða með sex stig. Þessi lið komust í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur á þar titil að verja en liðið bar sigurorð af BH í úrslitunum í fyrra. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast BH og HK annars vegar og Víkingur og KR hins vegar. Kvennalið BH tók í fyrsta sinn þátt í efstu deild og endaði í 4. sæti. Þær mæta Víkingum í undanúrslitum. Víkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig. Lið Víkings skipuðu þær Nevana Tasic, Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Agnes Brynjarsdóttir. Sú síðastnefnda er aðeins tólf ára gömul og er yngsti deildarmeistarinn í borðtennis hér á landi. „Þetta var einu sinni sami titillinn, deildar- og Íslandsmeistaratitillinn, en þessu var breytt 2010. Þá var úrslitakeppninni bætt við,“ sagði Pétur. Hann hefur trú á því að BH nái að landa Íslandsmeistaratitlinum; þeim fyrsta í sögu félagsins. „Ég er nokkuð bjartsýnn. Við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Okkar leikmenn voru allir með góða tölfræði. Magnús Gauti tapaði t.a.m. ekki stökum leik,“ sagði Pétur en undanúrslitin fara fram 6. apríl og úrslitin þrettánda sama mánaðar í Strandgötunni.
Aðrar íþróttir Borðtennis Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Sjá meira