„Hvort sem við erum að tala um almenna pólitík eða íþróttapólitík að þá lúta Íslendingar ekki valdi útlendinga er þeir nýta lýðræðislegan rétt sinn til þess að kjósa,“ segir Geir sem sér þó jákvæðu hliðina á því að Ceferin styðji mótframbjóðanda sinn.
„Ég tel hins vegar að á alþjóðavettvangi styrki þetta mig sem sjálfstæðan og óháðan frambjóðanda og leiðtoga í knattspyrnuheiminum. Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins í því.“
Nánar verður rætt við Geir um ummæli Ceferin í kvöldfréttum Stöðvar 2.