Segja rímnakveðskapinn lifandi hefð og dýrmæta Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Hluti hópsins sem kemur fram á kvæðakvöldi Iðunnar. Frá vinstri Rósa Þorsteinsdóttir, Linus Orri Gunnarsson, Pétur Húni Björnsson, Bára Grímsdóttir og Kristín Lárusdóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en ekki verður posi á staðnum. CHRIS FOSTER Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Félagið fagnar 90 ára afmæli í haust en það er eitt elsta starfandi menningarfélag á landinu. Við erum að reyna að koma því á koppinn að 15. september verði Dagur rímnalagsins og viljum fá samfélagið með okkur í það,“ segir Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Í kvöld stendur félagið fyrir kvæðakvöldi á Sólon undir yfirskriftinni „Breytir angri í yndisstund“ og hefst dagskráin klukkan 20. Allur ágóði mun renna til afmælishátíðar Iðunnar. Fjölbreyttur hópur mun koma fram og flytja kvæði en þar á meðal er sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir. „Ég mun kveða eigin lög sem ég hef búið til í stemmur og við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Þetta verður einhvers konar kveðskapargjörningur og raftónlist. Þannig að ég verð með nýja nálgun á þetta en líka gamlar vísur,“ segir Kristín. Hún segir flytjendur á kvæðakvöldinu góða blöndu yngra og eldra kvæðafólks. Þrátt fyrir þennan góða hóp mættu vera fleiri kvæðamenn. „Það sem er svo merkilegt við þessa hefð er hvað hún er lifandi og hefur farið manna á milli í gegnum aldirnar. Rímnakveðskapurinn sjálfur byrjar í kringum 14. öldina. Þetta er svo mikill partur af okkar menningu og okkar sjálfsmynd. Þetta er mjög dýrmætur arfur,“ segir Kristín. Þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum séu miklu meiri hljóðfæratónlist en hér. „Okkar þjóðlagatónlist er meira bara röddin og söngurinn. Hljóðfæri voru hérna auðvitað af skornum skammti í gegnum tíðina.“ Bára segist finna fyrir meðbyr í samfélaginu núna en þetta hafi sveiflast upp og niður. Félagsmenn Iðunnar eru nú tæplega tvö hundruð talsins. „Félagið hefur staðið fyrir útgáfum á efni sem safnað hefur verið saman í gegnum tíðina. Markmiðið með þessum útgáfum er að þessi kveðskapur verði notaður og haldist á lífi. Það er ekkert gagn í því að hafa þetta bara uppi í hillu eða á söfnum.“ Á árunum 1935-1936 stóð félagið fyrir upptökum á 200 kvæðalögum og voru þær gefnar út á 75 ára afmæli þess árið 2004. Síðar voru 160 lög tekin upp á segulband og voru þau gefin út síðastliðið vor. „Við vorum með því kannski aðeins byrjuð að halda upp á afmælið fyrirfram,“ segir Bára. Bára sem kemur sjálf fram í kvöld segir að ýmislegt standi til í tilefni afmælisins í haust. Þannig vinni hún ásamt Ragnari Inga Aðalsteinssyni að gerð námsefnis um rímnalög sem ætlað er fyrir grunnskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Tímamót Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira