Vegan góðgæti á fermingarborðið Benedikt Bóas skrifar 26. febrúar 2019 17:00 Avókadó hrákaka. Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins. Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill1 dl kókosolía1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn1 tsk. vanilludropar1 tsk. sítrónusafiSalt3 dl vatn1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.Karamellukrem½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.. Jarðarberjaostakaka. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókosflögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókosflögum Birtist í Fréttablaðinu Kökur og tertur Ostakökur Súkkulaðikaka Uppskriftir Vefjur Vegan Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins. Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill1 dl kókosolía1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn1 tsk. vanilludropar1 tsk. sítrónusafiSalt3 dl vatn1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.Karamellukrem½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.. Jarðarberjaostakaka. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókosflögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókosflögum
Birtist í Fréttablaðinu Kökur og tertur Ostakökur Súkkulaðikaka Uppskriftir Vefjur Vegan Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira