Valur vann sinn fjórtánda sigur í röð í Domino's deild kvenna þegar liðið lagði KR að velli, 67-98, í DHL-höllinni í dag.
Heather Butler skoraði 23 stig fyrir Valskonur og Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar.
Kiana Johnson skoraði 14 stig fyrir KR sem er í 3. sæti deildarinnar.
Keflvíkingar gerðu góða ferð í Borgarnesið og unnu 22 stiga sigur á Skallagrími, 70-92. Borgnesingar hafa tapað sex leikjum í röð.
Botnlið Breiðabliks vann sinn annan leik í röð þegar það bar sigurorð af Haukum, 70-86, á Ásvöllum.
Ivory Crawford skoraði 26 stig fyrir Blika og tók tólf fráköst. Sanja Orazovic skoraði 18 stig og tók 16 fráköst.
Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 26 stig fyrir Hauka sem eru í 6. sæti deildarinnar.
Fjórtándi sigur Vals í röð

Tengdar fréttir

Í beinni: Snæfell - Stjarnan | Mikið undir í Hólminum
Danielle Rodriguez átti stórleik þegar Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á Snæfelli í Hólminum í dag.