Svafa Grönfeldt, stjórnarformaður MIT DesignX, viðskiptahraðals MIT-háskólans í Boston, var kjörin ný í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins sem fór fram síðdegis í gær.
Svafa, sem starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Alvogen og þar áður sem rektor Háskólans í Reykjavík, situr jafnframt í stjórn Össurar og þá var hún fyrr í vikunni kjörin í stjórn upplýsingatæknifyrirtækisins Origo.
Hún kemur ný inn í stjórn flugfélagsins í stað Ásthildar Margrétar Otharsdóttur sem gaf ekki kost á sér.
