Vince Carter er nýorðinn 42 ára gamall en hann er fæddur 26. janúar 1977.
Vince Carter mætti í íþróttþáttinn Pardon The Interruption á ESPN og fékk þá spurningu um hvenær hann ætlaði að hætta.
„Ég held að ég taki eitt ár í viðbót. Af hverju ekki? Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Vince Carter.
Hann er að skora 7,1 stig á 16,6 mínútum með Atlanta Hawks liðinu en Carter hefur nýtt 40,9 prósent þriggja stiga skota sinna í vetur.
Vince Carter er ekki sami háloftafuglinn og hann var einu sinni en er engu að síður enn mjög frambærilegur leikmaður.
Vince Carter says he wants another year before retiring at the age of 43. pic.twitter.com/va9PiG53rK
— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 8, 2019
Spili Vince Carter áfram á næsta tímabili þá yrði hann sá fyrsti til að ná því að spila í 22 tímabil í NBA. Dirk Nowitzki gæti reyndar náð því líka haldi hann áfram með Dallas Mavericks.
Ásamt þeim tveimur hafa þrír aðrir leikmenn spilað 21. tímabil í NBA-deildinni eða þeir Robert Parish, Kevin Willis og Kevin Garnett.
Vince Carter lék sitt fyrsta tímabil með Toronto Raptors 1998 til 1999. Spili hann tímabilið 2019-20 þá hann því að spila á fjórum áratugum í NBA-deildinni sem er magnað.
NBA-ferill Vince Carter:
Toronto Raptors (1998–2004)
New Jersey Nets (2004–2009)
Orlando Magic (2009–2010)
Phoenix Suns (2010–2011)
Dallas Mavericks (2011–2014)
Memphis Grizzlies (2014–2017)
Sacramento Kings (2017–2018)
Atlanta Hawks (2018–)