Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 11:56 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Rúmlega þriðjungsfækkun varð á farþegum sem Wow air flutti til og frá landsins í febrúar borið saman við sama mánuð í fyrra. Framboð á sætum dróst saman um meira en fjórðung en sætanýting minnkað lítillega. Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að félagið hafi flutt 139.000 farþega í febrúar. Það var 34% færri en í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin var 84%, borið saman við 88% árið áður. Framboð á sætum dróst saman um 28%. Hlutfall farþega í tengiflugi var svo gott sem óbreytt á milli ára. Það var 39% í febrúar en 40% árið áður. Í yfirlýsingu sem er höfð eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, lýsir hann ánægju með að stundvísi félagsins hafi batnað verulega á milli ára. Rekstrarvandi Wow air hefur verið til stöðugrar umfjöllunar undanfarna mánuði. Félagið sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna og fækkaði í flugvélaflota sínum í desember. Undanfarið hafa viðræður staðið yfir um að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Þær viðræður virðast þó hafa gengið brösuglega. Um mánaðamótin bárust fréttir af því að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Rúmlega þriðjungsfækkun varð á farþegum sem Wow air flutti til og frá landsins í febrúar borið saman við sama mánuð í fyrra. Framboð á sætum dróst saman um meira en fjórðung en sætanýting minnkað lítillega. Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að félagið hafi flutt 139.000 farþega í febrúar. Það var 34% færri en í sama mánuði í fyrra. Sætanýtingin var 84%, borið saman við 88% árið áður. Framboð á sætum dróst saman um 28%. Hlutfall farþega í tengiflugi var svo gott sem óbreytt á milli ára. Það var 39% í febrúar en 40% árið áður. Í yfirlýsingu sem er höfð eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air, lýsir hann ánægju með að stundvísi félagsins hafi batnað verulega á milli ára. Rekstrarvandi Wow air hefur verið til stöðugrar umfjöllunar undanfarna mánuði. Félagið sagði upp á fjórða hundrað starfsmanna og fækkaði í flugvélaflota sínum í desember. Undanfarið hafa viðræður staðið yfir um að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners fjárfesti í Wow air. Þær viðræður virðast þó hafa gengið brösuglega. Um mánaðamótin bárust fréttir af því að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30
Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Hafa haldið eftir mótframlagsgreiðslum í þrjá mánuði en starfsmenn voru látnir vita í dag. 4. mars 2019 22:30