Bjóða milljón dali fyrir son Osama bin Laden Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 07:22 Ekki er vitað hvar Hamza bin Laden er niðurkominn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019 Afganistan Pakistan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019
Afganistan Pakistan Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira