Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík, tekur við sem forstjóri hennar af Jökli Gunnarssyni í apríl. Jökull var ráðinn forstjóri í haust en segist stíga til hliðar nú af persónulegum ástæðum.
Ríkisútvarpið greindi frá því nú síðdegis að starfsmönnum verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt um forstjóraskiptin á fundi í dag. Það hefur eftir Jökli að hann hafi ákveðið að flytja aftur heim á suðvesturhornið.
Þá segir hann við RÚV að ýmsar bilanir og vandræði sem hafi gert aðstandendum verksmiðjunnar lífið leitt frá því að hún var gangsett síðasta vor hafi ekki verið ástæða þess að hann lét af störfum.
Skipt um forstjóra hjá kísilmálmverksmiðju PCC
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið

Kaupsamningur undirritaður um Grósku
Viðskipti innlent


Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent