Einu skrefi nær því að höfða mál gegn Remington vegna Sandy Hook Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 23:50 Adam Lanza skaut 27 manns til bana í NewTown með AR-15 Bushmaster. AP/Jessica Hill Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira