Brexit-samningur May felldur aftur Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 19:16 Theresa May á þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra, á nýjan leik. Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. Þegar þingmenn ræddu samninginn fyrr í dag varaði May við því að hætta væri á að ekkert yrði af úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ef samningurinn yrði ekki samþykktur. May lagði fram breytingar á honum sem varða írsku baktrygginguna svonefndu eftir samningaviðræður í gær og hélt því fram að þær tækju á áhyggjum Brexit-sinna um samninginn. Lögfræðiálit sem lagt var fyrir þingið í morgun gekk þó gegn þeirri fullyrðingu May.Sjá einnig: May varar við því að ekkert verði af BrexitStefnt er á að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars og er því ljóst að Bretar þurfa að grípa til einhverra aðgerða og það eins fljótt og auðið er. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að þingmenn myndu á morgun greiða atkvæði um hvort að verða ætti af Brexit eða ekki og með hvaða hætti næstu skref verða tekin. Það er að segja hvort Bretland eigi að sækja um frest, fara úr ESB án samnings, hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og svo framleiðis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ekki koma til greina að fara úr ESB án samnings. Það þyrfti því að komast að samkomulagi við forsvarsmenn sambandsins. Það er þó ekki víst vilji sé til slíks innan ESB. Corbyn sagðist ætla að reyna að fá þingmenn til að styðja samningstillögu Verkamannaflokksins. Hann lagði þó til að réttast væri að boða til nýrra þingkosninga.Theresa May outlines what will happen now, after MPs voted against her #Brexit deal. She says there will be a free vote on the Conservative side.Sky News breaks down the possibilities here: https://t.co/a2YnNzNllZ pic.twitter.com/bHRLtQoeMF— Sky News (@SkyNews) March 12, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38 Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
May varar við því að ekkert verði af Brexit Flest bendir til þess að útgönusamningur breska forsætisráðherrans verði felldur öðru sinni í kvöld. 12. mars 2019 16:38
Lögfræðiálit áfall fyrir útgöngusamning May Lagaleg áhætta Bretlands með nýrri útgáfu útgöngusamningsins er óbreytt að mati æðsta lögfræðilega ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. 12. mars 2019 12:46