Ribe-Esbjerg vann Lemvig-Thyborøn, 30-26, í fyrsta leik sínum í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.
Rúnar Kárason skoraði sex mörk fyrir Ribe-Esbjerg líkt og Lukas Karlsson. Rúnar nýtti fjögur af sex skotum sínum utan af velli og skoraði úr báðum vítaköstunum sem hann tók. Rúnar gaf auk þess þrjár stoðsendingar.
Gunnar Steinn Jónsson stóð einnig fyrir sínu hjá Ribe-Esbjerg. Hann skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en í seinni hálfleik var Ribe-Esbjerg sterkari aðilinn.
Íslendingaliðið er með fjögur stig á toppi riðilsins.
