Það eru aðeins þrír dagar í stærstu stund Sunnu „Tsunami“ Davíðsdóttur á ferlinum en hún berst þá um strávigtarmeistaratitilinn hjá Invicta-bardagasambandinu.
Á föstudaginn fer fram Phoenix Rising hjá Invicta en þar berjast átta konur í útsláttarkeppni á einu kvöldi. Sú er vinnur fær strávigtartitil sambandsins.
Í fyrstu tveimur umferðunum er bardaginn aðeins ein lota en úrslitabardaginn er hefðbundinn þriggja lotu bardagi. Þær sem komast í úrslit munu því berjast þrisvar sama kvöldið.
Í fyrstu umferð mun Sunna berjast við Kailin Curran sem er fyrrum bardagakona hjá UFC. Þetta eru allt hörkubardagakonur og búist við mjög skemmtilegu kvöldi.
Sunna hefur síðustu vikur undirbúið sig fyrir kvöldið með því að æfa í Las Vegas en í gær flaug hún yfir til Kansas City. Hún mætir þangað í toppstandi.
Bardagakvöldið fer fram á föstudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sunna lent í Kansas City
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn