Markmiðið var alltaf að komast af örorkubótum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2019 10:30 Hlynur fæddist með tíu prósent sjón. Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira