Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið.
Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan.
Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi.
Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.
Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri.
„Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni.
Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað.
Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar.
Stelpur í Síerra Leóne í íslenska landsliðsbúningnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn