Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 12:00 Caster Semenya vísir/getty Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00