Dauði staðreyndanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 3. maí 2019 08:00 Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun