Myndirnar eru teknar á heimili þeirra í Norfolk og er það hertogaynjan sjálf sem tók myndirnar. Á myndunum bregður Karlotta á leik í garði þeirra og virðist vera afar kát með það að fjögurra ára afmælið sé að bresta á.
Karlotta, sem heitir fullu nafni Karlotta Elísabet Díana, fæddist þann 2. maí 2015 og er annað barn þeirra hjóna. Hún er eina stúlkan í systkinahópnum en fyrir áttu þau Georg og í fyrra bættist svo Lúðvík prins í hópinn.

