Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúmlega fjórðung í apríl miðað við apríl í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall flugfélagsins WOW air. Sem kunnugt er varð félagið gjaldþrota í lok mars. Þá fækkaði jafnframt skiptifarþegum um helming að því er fram kemur í skýrslu Isavia um mánaðarlega umferð farþega um völlinn.
Þannig fóru 474.519 farþegar um völlinn í apríl en þeir voru 659.973 í apríl í fyrra. Er fækkunin rakin til færri skiptifarþega, sem voru 119 þúsund í apríl en þeir voru 253 þúsund á sama tíma í fyrra og er fækkunin 52 prósent. Þá fækkaði komu- og brottfararfarþegum um 10,4 prósent.
Farþegum sem fóru um völlinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins fækkaði sömuleiðis um 300 þúsund frá sama tímabili í fyrra. Eru helstu ástæður fækkunar farþega meðal annars raktar til þess að meirihluti farþega með WOW air hafi verið skiptifarþegar.
Farþegum fækkaði um fjórðung eftir fall WOW
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent

Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira
Viðskipti innlent





Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis
Viðskipti erlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent