Tryggði sér sigur með því að fljúga eins og Súperman í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 15:00 Infinite Tucker skutlar sér í markið. Skjámynd/Instagram/12thman Það hlýtur að vera von á einhverju góðu frá manni sem ber nafnið Infinite Tucker og svo varð líka raunin um helgina á úrslitamótinu í frjálsum íþróttum í Southeastern háskóladeildinni. Infinite Tucker tryggði sér þá sigurinn í jöfnu 400 metra grindahlaupi á mjög sérstakan hátt og hefur fyrir vikið öðlast dálitla heimsfrægð á samfélagsmiðlum. Infinite Tucker er í Texas A&M háskólanum og er meistari í sinni grein eftir frammistöðu sína um helgina.He went full Superman! @aggietrk's Infinite Tucker goes ALL OUT for the gold. #SCtop10pic.twitter.com/gEr05kdPd9 — SEC Network (@SECNetwork) May 12, 2019 Infinite Tucker háði mikinn endasprett við liðsfélaga sinn úr Texas A&M sem heitir Robert Grant. Þeir voru jafnir þegar þeir nálguðust markið en Infinite Tucker átti ás upp í erminni. Fyrir ári síðan þá varð hann að sætta sig við annað sætið í sama hlaupi og hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Infinite Tucker tók því upp á því að skutla sér eins og Súperman í markið. Það bar árangur því hann vann hlaupið á sjónarmun. Infinite Tucker gaf þá skýringu eftir hlaupið að hann hafi séð móður sína í markinu og hafi hreinlega bara skutlað sér til hennar. „Ég gaf allt mitt í hlaupið og fannst ég þurfa að nota allan líkamann og dýfa mér yfir marklínuna. Þetta sýndi bara að ég kláraði mig í þessu hlaupi,“ sagði Infinite Tucker eftir hlaupið. Hér fyrir neðan má sjá þetta frá aðeins öðru sjónarhorni sem og á geggjaðri mynd enn neðar.I wish I was as dedicated to anything as Infinite Tucker is to crossing the finish line first. pic.twitter.com/DgEoPvJwHZ — Clara Goodwin (@5NEWSClara) May 12, 2019When Miller-Uibo “dove” (fell) to beat Felix a couple years back, I was on the radio for an hour or so explaining to people why diving is likely not a good finishing tactic. Thankfully Infinite Tucker wasn’t listening. #bestnameeverpic.twitter.com/JR0VhZyBq3 — Jason Kerr (@kerrjason) May 12, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Það hlýtur að vera von á einhverju góðu frá manni sem ber nafnið Infinite Tucker og svo varð líka raunin um helgina á úrslitamótinu í frjálsum íþróttum í Southeastern háskóladeildinni. Infinite Tucker tryggði sér þá sigurinn í jöfnu 400 metra grindahlaupi á mjög sérstakan hátt og hefur fyrir vikið öðlast dálitla heimsfrægð á samfélagsmiðlum. Infinite Tucker er í Texas A&M háskólanum og er meistari í sinni grein eftir frammistöðu sína um helgina.He went full Superman! @aggietrk's Infinite Tucker goes ALL OUT for the gold. #SCtop10pic.twitter.com/gEr05kdPd9 — SEC Network (@SECNetwork) May 12, 2019 Infinite Tucker háði mikinn endasprett við liðsfélaga sinn úr Texas A&M sem heitir Robert Grant. Þeir voru jafnir þegar þeir nálguðust markið en Infinite Tucker átti ás upp í erminni. Fyrir ári síðan þá varð hann að sætta sig við annað sætið í sama hlaupi og hann ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Infinite Tucker tók því upp á því að skutla sér eins og Súperman í markið. Það bar árangur því hann vann hlaupið á sjónarmun. Infinite Tucker gaf þá skýringu eftir hlaupið að hann hafi séð móður sína í markinu og hafi hreinlega bara skutlað sér til hennar. „Ég gaf allt mitt í hlaupið og fannst ég þurfa að nota allan líkamann og dýfa mér yfir marklínuna. Þetta sýndi bara að ég kláraði mig í þessu hlaupi,“ sagði Infinite Tucker eftir hlaupið. Hér fyrir neðan má sjá þetta frá aðeins öðru sjónarhorni sem og á geggjaðri mynd enn neðar.I wish I was as dedicated to anything as Infinite Tucker is to crossing the finish line first. pic.twitter.com/DgEoPvJwHZ — Clara Goodwin (@5NEWSClara) May 12, 2019When Miller-Uibo “dove” (fell) to beat Felix a couple years back, I was on the radio for an hour or so explaining to people why diving is likely not a good finishing tactic. Thankfully Infinite Tucker wasn’t listening. #bestnameeverpic.twitter.com/JR0VhZyBq3 — Jason Kerr (@kerrjason) May 12, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira