Inkasso-deildarlið Þórs í fótbolta hefur látið merkja upphafsstafi Baldvins á treyju félagsins og munu stafirnir hans, BR, því standa undir merki Þórs út leiktíðina. Baldvin var ötull í starfi Þórs eftir að hafa alist upp hjá félaginu og leikið með því fótbolta upp alla yngri flokka.
Hann þjálfaði yngri flokka félagsins til hinsta dags en lét sjálfur takkaskóna á hilluna þegar veikindin höfðu herjað á. Baldvin lék með Magna Grenivík í 3.deildinni sumarið 2014.
Fjölskylda og vinir Baldvins hafa sett á stofn minningarsjóð um Baldvin og er tilgangur sjóðsins að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála.
Reikningsnúmer: 565-14-605
Kennitala: 020800-2910
Baldvin verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12.júní klukkan 13:30.

Meistaraflokkur mun leika með BR undir Þórsmerkinu í sumar til heiðurs Baldvins Rúnarssonar. pic.twitter.com/HLX43ku2v0
— Þór Akureyri (@Thor_fotbolti) June 7, 2019