Fjölmennustu mótmæli í Prag eftir fall kommúnismans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:05 Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, er sakaður um fjárdrátt og afsagnar hans krafist. getty/Thierry Monasse Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira