Sveinn Andri ekki vanhæfur til að skipta búi WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 09:19 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað. Dómsmál Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað.
Dómsmál Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39