Kvennahlaup í þrjátíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 07:45 Hrönn segir kvennahlaupið ómissandi viðburð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira
Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Sjá meira